Allur hugbúnaður frá Microsoft er leyfiskyldur nema annað sé tiltekið. Microsoft 365 er þar engin undantekning en þar eru leyfi einnig seld sem hluti af leyfispökkum. Þessir leyfispakkar innihalda svo margvíslega kerfishluta sem henta því fjölbreytta þarfamengi sem viðskiptavinir Microsoft 365 búa við.

Í meginatriðum þá eru tvær tegundir af leyfipökkum fyrir viðskiptalífið en það eru „Business“ og „Enterprise“. Í „Business“ hlutanum er að finna eftirtalda leyfispakka ásamt verðum per mánuð frá Microsoft.

Meðan í „Enterprise“ pakkanum er að finna eftirtalda pakka ásamt verðum per mánuð :

Verð fyrir hvern pakka eru mjög mismunandi og þar er einkar mikilvægt að velja réttan leyfispakka sem hentar þínu fyrirtæki. Microsoft miðar við að „Business“ leyfipakkarnir henti fyrirtækjum með minna en 300 starfsmenn meðan „Enterprise“ pakkar henti fyrirtækjum með fleiri starfsmenn en það. Þar með er þó ekki öll sagan sögð því að einnig er að finna svokallaða „Frontline“ leyfispakka sem henta starfsmönnum er þurfa grunnþætti eins og tölvupóst, Onedrive og vefforritsútgáfur af Office. „Frontline“ pakkar er mun ódýrari en aðrir leyfispakkar en meginatriðið er að mikilvægt er að greina þörf fyrirtækisins áður en ákveðið er hvaða pakki hentar hverju fyrirtæki. Það er einmitt sú ráðgjöf sem Infoguard ehf býður þér.

Pantaðu leyfisúttekt hjá okkur með því að Hafa samband eða senda okkur tölvupóst á infoguard@infoguard.is