Við bjóðum viðskiptavinum okkar upp á þjónustu Gæða- og öryggisstjóra til leigu. Þessi þjónusta er hugsuð fyrir viðskiptavini okkar þar sem umsvif þeirra réttlæta ekki fullt stöðugildi í þessum málaflokkum eða vegna óhæðis. Þessi þjónusta er sérsniðin að hverjum viðskiptavin og miðast við ætlað umfang og fjölda tíma á mánuði. Verkefni gæða og öryggisstjóra eru mjög mismunandi eftir viðskiptavinum en hér að neðan má sjá algengustu verkefni.

Helstu verkefni gæða og öryggistjóra

  • Verkefnisstjórnun umbótaverkefna
  • Aðstoð við stefnumótun og eftirfylgni
  • Aðstoð við þarfagreiningu
  • Viðhald allra viðeigandi skjala, ferla og vinnulýsinga fyrir upplýsingaöryggi
  • Reglulegir fundir með stjórnendum eða öryggisnefnd
  • Uppsetning á Microsoft Purview (ef það á við) og samþætting með tölvudeild eða hýsingaraðila á því kerfi ef við á.
  • Innleiðing á viðeigandi stöðlum í Compliance Manager sem er hluti af Microsoft Purview
  • Skráning og viðbrögð við upplýsinga öryggisfrávikum
  • Viðhald eða innleiðing upplýsinga öryggiskerfis m.v staðla
  • Halda reglulega kynningar fyrir starfsfólk
  • Framkvæmd áhættumats og eftirfylgni
  • Framkvæmd innri úttekta samkvæmt viðeigandi stöðlum

Verkefni öryggisstjóra eru mismunandi eftir viðskiptvinum og hægt er að miða við hluta af ofangreindum hlutverkum eða þá þeim öllum eftir hvort hentar. Þjónusta svo veitt samkvæmt áætlun til eins árs í senn með tilteknum verkefnum í hverjum mánuði en þjónusta er greidd með föstum mánaðarlegum greiðslum.

Vinsamlega hafið samband á síðunni Hafðu samband til að fá meiri upplýsingar eða sendið póst á infoguard@infoguard.is