Samkvæmt lögum um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga er skylt er að tilnefna persónuverndarfulltrúa þegar:

  • vinnsla fer fram hjá stjórnvaldi (óháð því hvaða persónuupplýsingar eru unnar). Það sama á við um sveitarfélög.
  • meginstarfsemi ábyrgðaraðila eða vinnsluaðila lýtur að vinnsluaðgerðum, sem fela í sér umfangsmikið, reglubundið og kerfisbundið eftirlit með einstaklingum.
  • meginstarfsemi ábyrgðaraðila eða vinnsluaðila er umfangsmikil vinnsla viðkvæmra persónuupplýsinga eða persónuupplýsinga er varða sakfellingar í refsimálum og refsiverð brot.

Æskilegt er að fyrirtæki, sem sinna verkefnum sem innt eru af hendi í þágu almannahagsmuna tilnefni persónuverndarfulltrúa þó þau teljist ekki til stjórnvalda. Nefna má sem dæmi þá sem sinna almenningssamgöngum, vegaframkvæmdum eða fjölmiðlun, orkuveitur, húsnæðisstofnanir eða opinbera eftirlitsaðila tiltekinna starfsstétta. Einnig er æskilegt að fyrirtæki sem eru að meirihluta í eigu ríkisins tilnefni slíka fulltrúa.

Helstu verkefni persónuverndarfulltrúa

  • Eftirlit með reglufylgni við lög og reglur
  • Innleiðing og eftirfylgni á persónuverndarstefnu og öðrum verklagsreglum
  • Veita starfsmönnum ráðgjöf varðandi gerð vinnsluskrár og gerð mat á áhrifum á persónuvernd (MÁP)
  • Innri úttektir og mat á virki skipulegslegra og tæknilegra ráðstafanna.
  • Samvinna við eftirlitsyfirvaldið

Vinsamlega hafið samband á síðunni Hafðu samband til að fá meiri upplýsingar eða sendið tölvupóst á infoguard@infoguard.is