Þann 29. júlí 2018 tóku gildi lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018. Síðan þá hafa fyrirtæki og stofnanir þurfa að hlíta þessum lögum undir eftirliti Persónuverndar. ​Við höfum aðstoðað fjölda fyrirtækja með undirbúning fyrir GDPR innleiðingu og höfum því reynslu af skilvirkri innleiðingu á þessum reglum.​ Við erum með tilbúin sniðmát af stefnum, verklagsreglum og eyðublöðum útbúin að fremstu sérfræðingum á sviði GDPR og  höfum viðeigandi reynslu og þekkingu til þess að innleiða GDPR hjá þínu fyrirtæki með árangursríkum hætti. ​

Innleiðing Persónuverndar hjá þínu fyrirtæki væri margþætt ferli en aðalatriðin væru eftirfarandi.

  1. ​​Að framkvæma stöðumat fyrir GDPR​
  2. Að setja upp framkvæmdaáætlun fyrir innleiðingu á GDPR.​
  3. Að skrifa og setja upp öll stefnuskjöl og persónuverndartilkynningar bæði á innri og ytri vef.
  4. Að útbúa greinargott yfirlit um hvernig fyrirtækið eða stofnunin, gerir nauðsynlegar skipulagslegar og tæknilegar ráðstafanir við vistun og vinnslu persónuupplýsinga með hliðsjón af upplýsingaöryggi.
  5. Skrá allar vinnsluaðgerðir fyrir persónutengdar upplýsingar. Krafa er um  að útbúa lista um allar vinnsluaðgerðir og taka afstöðu til þess hvort að verið sé að vinna með persónuupplýsingar eða ekki.​

Fleiri þættir koma einnig til skoðunar eins og samþykki skráða einstaklinga, áhættumat vegna vinnslu og skráningar viðkvæmra persónuupplýsinga, samningar við birgja og margt fleira en innleiðing á Persónuvernd hjá fyrirtækjum og stofnunum felur í sér margt fleira en bara eða setja inn stefnu um vefkökur á ytri vef.

Þegar svo kemur að rekstri persónuverndar þá notum við Microsoft Priva, en það er sérlausn ofan á Microsoft 365. Með þessri lausn er hægt að bregðast sjálfkrafa við beiðnum frá skráðum einstaklningum.

Vinsamlega hafið samband á síðunni Hafðu samband til að fá meiri upplýsingar eða sendið tölvupóst á infoguard@infoguard.is