Jafnlaunavottun – ÍST-85

Alþingi samþykkti þann 29. desember 2020 Lög um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna). Með þeim og reglugerð á þeim byggð, voru íslensk fyrirtæki eða stofnanir með 25 starfsmenn eða fleiri skylduð til þess að öðlast jafnlaunavottun eða jafnlaunastaðfestingu. Til að að hljóta jafnlaunavottun þarf jafnlaunakerfi að hafa verið innleitt og framkvæmd þess að uppfylla kröfur staðals ÍST 85 um jafnlauna-vottun.

Jafnlaunastaðfesting er talsvert minni að umfangi og er staðfest af Jafnréttisstofu en ekki vottunarstofu. Þegar Jafnlaunakerfi hefur verið innleitt hjá atvinnurekanda þá er hægt að sækja um að fá vottun hjá löggiltum vottunarstofum. Standist fyrirtækið þá úttekt þá gefur Jafnréttisstofa út staðfestingu á „Jafnlaunavottun“ fyrir það fyrirtæki sem gildir til þriggja ára.

Við höfum aðstoðað fjölmörg fyrirtæki og stofnanir til að fá jafnlaunavottun eða þá jafnlaunastaðfestingu en þar sem flestir hafa lokið því þá felst aðstoð okkar helst í því að keyra lauangreiningu og undirbúa úttekt ytri aðila fyrir hönd fyrirtækja og aðstoða við þá vottun.

Sú vinna felur oft í sér að :

  • Skipuleggja verkefnið og framkvæma stöðumat
  • Rýna öll nauðsynleg skjöl og skjalastjórnunarkerfi
  • Rýna viðmið og starfaflokkun
  • Gera launagreiningar
  • Gera innri úttektir
  • Aðstoða við vottun hjá vottunarstofu

Sé þess óskað þá getum við einnig :

  • Skoðað ferli við launaákvarðanir
  • Yfirfarið verkferla í launadeild
  • Aðstoðað við skjalakerfi og skjalaskipulag í Sharepoint eða öðru skjalavistunarkerfi
  • Önnur tilfallandi UT verkefni

Vinsamlega hafið samband á síðunni Hafðu samband til að fá meiri upplýsingar eða sendið póst á infoguard@infoguard.is